Skírnir - 01.01.1964, Síða 48
46
Halldór Halldórsson
Skirnir
eins og eðlilegt má telja af sögulegum rökum. Okkar kerfi er
meira sniðið eftir því, sem tíðkast annars staðar á Norður-
löndum, en Norðurlönd hafa sótt fyrirmyndir sinar til meg-
inlands Evrópu, ekki sízt til Þýzkalands.
Á ameríska nýlendutímabilinu voru einkaskólar aðalþátt-
ur skólakerfisins. Á þeim tima hafði engin af stjórnum þeirra
nýlendna, sem nú eru Bandaríkin, komið á fót almennu
skólakerfi, sem næði til allrar nýlendunnar. Eftir undirritun
Parísarsáttmálans 1783 við lok frelsisstríðsins hlaut hver
hinna þrettán nýlendna, sem stofnuðu Bandaríkin, fullveldi.
Sex árum síðar var sambandsstjórnin stofnuð, og þá skiptist
vitanlega valdið milli hennar og stjórna hinna einstöku ríkja.
Það er staðreynd, sem mörgum íslendingum sést yfir, að
jafnframt því, sem Bandaríkin eru eitt ríki, eru þau jafn-
framt fimmtíu ríki. Miklu máli skiptir að gera sér grein fyr-
ir þessari staðreynd og ekki sízt, þegar rætt er um bandarísk
skólamál. Fyrirkomulag skólamálanna er nefnilega með þeim
hætti, að þau heyra að langsamlega mestu leyti undir stjórn-
ir einstakra ríkja, en ekki nema í mjög litlum mæli undir
sambandsstjórnina í Washington.
Hvert einstakt ríki innan Bandaríkjanna veitir börnum og
unglingum skilyrði til skólamenntunar um tólf ára skeið eða
frá sex ára aldri til átján ára aldurs. t flestum ríkjum er
skólaskylda að tilteknu aldursskeiði, ýmist til sextán eða átján
ára aldurs. En fólk er frjálst að því, hvort það rækir þessa
skyldu í ríkisskólum eða einkaskólum. Auk hinna lægri skóla
—- barna- og gagnfræðaskóla — rekur hvert riki eitt eða
fleiri college eða háskóla, sem nemendur geta sótt ýmist án
þess að greiða nokkurt skólagjald eða með því að greiða
miklu lægra skólagjald en krafizt er i einkaskólunum. En i
þeim er skólagjaldið hátt, allt upp í 1500 dali á ári á háskóla-
stiginu, að því er mér var sagt. Á móti vegur, að þar fá góð-
ir nemendur oft á tíðum glæsilega styrki.
Hlutur einkaskóla er mjög lítill hér á landi. T Bandaríkj-
unum er hann hins vegar geysimikill. Sem dæmi mætti
nefna, að á barnaskóla- og gagnfræðastiginu munu um 14
af hundraði í Bandarikjunum stunda nám í einkaskólum,