Skírnir - 01.01.1964, Page 66
64
Halldór Halldórsson
Skirnir
gestur við Háskólann og hélt hér fyrirlestra eitt misseri eins
og áður var á minnzt. Ég var svo óheppinn, að prófessor
Haugen var víðs fjarri, þegar ég dvaldist í Madison. Hann
starfaði þá að sérstöku verkefni í Stanford i Kaliforníu. Haust-
misserið 1962 kenndi prófessor Hreinn Benediktsson íslenzku
í Madison, en haustið 1963, þegar ég var þar, var kennslan
í höndum prófessors Haralds Næss. Hann er fæddur Norð-
maður og tók próf við Óslóar-háskóla, tók þátt í sumarnám-
skeiði i íslenzku, sem hér var haldið 1952, fyrir norræna
stúdenta og talar ágæta vel íslenzku. Ég átti þess kost að
sækja kennslustundir prófessors Næss og var beðinn að halda
fyrirlestra fyrir þá um íslenzkt mál. Ég átti erfitt með að
átta mig á íslenzkum bókakosti Wisconsin-háskóla, því að
niðurröðun safnsins var með allt öðrum hætti en ég var van-
ur og önnur en við þau bandarísk háskólabókasöfn, sem ég
skoðaði. Þó fékk ég þá hugmynd, að safnið væri fátækt af
íslenzkum forntextum og málfræðiritum, en á ameríska vísu
mjög gott að því er varðaði nútímabókmenntir íslenzkar.
Allmikill stofn íslenzka safnsins er úr eigu Hjartar Þórðar-
sonar rafmagnsverkfræðings frá Washingtoney, sem var ís-
lenzk nýlenda þarna nokkru norðar. Mér var sagt, að Hjört-
ur hefði orðið einhver auðugastur islenzkra manna i Vestur-
heimi. Wisconsin-háskóli keypti hókasafn hans að honum
látnum fyrir 300 þús. dali, að því er mér var sagt. Annars
er megnið af bókakosti Hjartar í þeirri deild safnsins, sem
nefnist Rare Books Department, og er minnstur hluti þess
íslenzkur. Allur obbinn er bækur um tæknileg og vísindaleg
efni. 1 þessu safni sjaldsénna bóka eru þó nokkrar fágætar
íslenzkar bækur. Fáein handrit eru þarna, t. d. frumrit af
bréfum Josephs Banks, sem varða Island. Gluggaði ég lítil-
lega í þau og sá, að sum þeirra fjölluðu um Jörund hunda-
dagakonung. Þá voru þarna rímnahandrit (Grettisrímur), en
ekki veit ég, hve merk þau eru. Til gamans má geta þess,
að í safni Hjartar er forkunnar gott eintak af Covendale-
biblíunni frá 1535, elztu heildarútgáfu af heilagri ritningu
á enska tungu.
1 University of Minnesota i Minneapolis er við og við nám-