Skírnir - 01.01.1964, Page 78
76
Einar Bjarnason
Skírnir
hafi komið frá Noregi til fslands þetta sumar, en Vigfús hafi
komið frá Færeyjum og hafi verið þar veturinn fyrir. Lög-
mannsannáll er hér ári á undan Gottskálksannál, sem segir
svo við árið 1390: „ÍJtkvóma Vigfúss ívarssonar með hirð-
stjóm um allt land.“ Flateyjarannáll segir hið sama við
sama ár. f þeim annál segir við árið 1391: „ .. . Skipaður af
hirðstjóra á Alþingi með samþykki almúgans Þorsteinn Eyj-
ólfsson lögmaður yfir Norðlendinga og Vestfirðinga . . .“ og
„ . .. Kallaði hirðstjóri til Skóga, en Sumarliði hélt föður
síns vegna.“ Hirðstjóri þessi hlýtur að vera Vigfús. Við árið
1392 segir sami annáll: „Hélt Vigfús ívarsson hirðstjórn, en
Þorsteinn Eyjólfsson lögsögn og svá Narfi. Kom Þorhjörn út
með bréf drottning Margrétar, hvert er hún beiddi með skyldu,
að hver maður gæfi henni hálfa mörk forngilda, og lagin við
landráð. Var því fyrst þunglega svarað nær af öllum mönn-
um.“ Enn segir þar: „Gifti Björn Einarsson Kristínu dóttur sína
Jóni Guttormssyni og hélt brúðkaupið um haustið um vetur-
nátta skeið í Vatnsfirði. Hafði hirðstjóri þar fyrst uppi bónar-
bréf drottningar: Játtuðu þá þegar margir inir betri menn.“ *)
Við árið 1393 segir Flateyjarannáll ennfremur: „Hafði
hirðstjóri uppi á þingi drottningarbón, og játuðu allir hinir
beztu menn að gefa átta álnir hafnarvoða fyrir Vigfúsar
skuld og skilðu frá, að það skyldi skattur heita né oftar krefja,
nema Eyfirðingar, þeir vildu eigi gefa.“
Sami annáll segir við árið 1394: „Reið Björn Einarsson
vestur yfir Glámu miðvikudaginn eftir Þorláksmessu og með
honum Vigfús Ivarsson hirðstjóri . . . stefndi hirðstjóri Þórði
Sigmundarsyni og öllum hans piltum um vigamál Hrómund-
ar og Odds fyrir sig og lögmenn til Mosvalla fimmtudag og
föstudag næsta.“ Síðan segir þar frá því, að Þórður Sigmunds-
son hafi hlýtt stefnunni, komið til Mosvalla og með honum
tilgreindir menn, þ. á m. Þórður kollur Sigurðsson. Þórður
kollur tók þá dag af hirðstjóra og Birni fyrir Þórð Sigmunds-
son. Lyktir urðu þær, að Björn Einarsson, sem er Björn Jór-
salafari, skyldi einn gera þeirra á milli nema hann vildi held-
Isl. Ann., 366 og 416—419.