Skírnir - 01.01.1964, Síða 81
Skírnir
Ætt Ivars hólms hirðstjóra Vigfússonar
79
Vigfús ívarsson virðist hafa haft hirðstjórn yfir öllu land-
inu samfleytt frá 1390 til 1413. Á því ári fær Árni biskup
Ólafsson hirðstjórnarumboðið og felur það Birni Einarssyni,
með því að sjálfur kom hann ekki þá til landsins.1)
Hirðstjórnarár Vigfúsar falla að miklu leyti yfir ríkisstjórn-
arár Margrétar drottningar, sem einkenndust af miklu meiri
festu í ríkisstjórn en verið hafði á undan og varð á eftir.
Þegar Eiríkur af Pommern er tekinn við konungdómi, lætur
Vigfús af hirðstjórn, fer brátt utan og virðist ekki hafa kom-
ið aftur til landsins.
Svo sem fyrr segir fór Vigfús utan 1415. Hann er auð-
sjáanlega í Canterbury á Englandi 7. október 1415, og eru þá
hann, móðir hans, kona og börn, tekin undir bænahald heil-
ags Tómásar. öll eru þau nafngreind: Margareta (Margrél),
móðir lians, Gutrede (þ. e. Guðríður Ingimundardóttir), kona
hans, ívarius (þ. e. Ivar), Edmundus (e. t. v. Ingimundur eða
Ámundi eða jafnvel Guðmundur), Ellendrus (þ. e. Erlendur),
Thurlacus (Þorlákur), Cecilia (Sesselja), Ulfrida (Hólm-
fríður), Margareta (Margrét) og Ingerida (Ingiríður), börn
hans.2) Líklega hafa þau öll þá dvalizt á Englandi með Vig-
fúsi. Þessi 8 börn eru e. t. v. mörg fædd eftir svartadauða, en
þegar tekið er tillit til smábarnadauðans á þessum dögum má
ætla, að þau hafi eignazt fleiri börn fyrir 1415 Vigfús og Guð-
riður en þessi. Ekki er að neinu leyti óeðlilegt að ætla, að
þau hafi gifzt um eða skömmu eftir 1390.
Til er örugg heimild fyrir því, að 2. júni 1366 hafi staðið
brúðkaup Ingimundar Óþyrmissonar og Hóhnfríðar önund-
ardóttur í Tólgu í Rygjafylki i Noregi. Erlendur Filippusson
af Losnu, sem mjög er rómaður i Lögmannsannál og var fé-
hirðir konungs um tima, var umboðsmaður Hólmfríðar, með
því að bi'óðir hennar, Gunnar, var þá enn ungur. Ingimundur
gaf Hólmfriði í bekkjargjöf og morgungjöf hluta í jörðinni
Horni í Rennisey í Rygjafylki og lagði henni tiu marka veð
gulls í jörðinni Dal í Rennisey i tilgjöf.3)
5) Isl. Ann., 291.
2) D.I. III, 764—763.
3) D.I. V, 3.