Skírnir - 01.01.1964, Page 96
94
Einar Bjarnason
Skírnir
á Miðnesi, að þeir höfðu jarðakaup Grímur Pálsson vegna
sona sinna Þorleifs og Benedikts og Narfi prior á Skriðu-
klaustri.1) 9. s. m. er hann á Stórólfshvoli í Hvolhreppi vott-
ur að því, að Gunnlaugur Teitsson seldi Narfa prior á Skriðu-
klaustri jörðina Hrafnkelsstaði í Fljótsdal fyrir lausafé.2)
4. nóvember 1516 er Þorvarður Guðmundsson dómsmaður
á Spjaldhaga í Eyjafirði og undirritar dómsbréfið á Möðru-
völlum í Eyjafirði 12. s. m., og er þetta sennilega hinn sami,
sem að framan getur.3)
12. júní 1517, í Reykjahlið, gefur Þorvarður Sigurði Finn-
hogasyni og Margréti konu hans próventugjöfina,4) og ætti
hann þá að vera kominn á sextugsaldur. Hann er dáinn fyrir
Alþing 1519.5)
Þorvarður var kvæntur Guðlaugu Tómasdóttur, sem enn
er á lífi, þegar próventugerningurinn við Sigurð Finnboga-
son er endurnýjaður í Reykjahlíð 12. júní 1517, svo sein fyrr
segir, og inunu þau þá enga arfgenga niðja hafa átt, með því
að þá hefðu þau varla gert slíkan próventusamning. Þegar
Þorvarður skömmu síðar deyr, er Brandur bróðir hans næsti
erfingi hans.
ívar Guðrnundsscm
er eflaust fæddur fyrir eða um 1470. Hans er að engu öðru
getið en því, að Þorvarður bróðir hans telur sig hafa fengið
samþykki hans til próventugjafar. Hann er dáinn fyrir Al-
þing 1519.6) Nafn hans er hinsvegar ein helzta leiðbeiningin
til ættfærslu á þeim bræðrum. Hann hefur eflaust verið heit-
inn eftir föðurföður sínum.
Brandur GuSmundsson
er dómsmaður í Skálholti 27. júní 1516.7) Á Alþingi 1519
gengur dómur um kröfu hans lil arfs eftir bróður sinn, Þor-
4) D.I. VII, 393.
2) S. st., 39S.
2) D.I. VIII, 598.
4) S. st., 628—629.
5) S. st., 698.
c) S. st„ 628—629 og 698.
7) S. st„ 586.