Skírnir - 01.01.1964, Side 97
Skírnir Ætt Ivars hólms hirðstjóra Vigfússonar 95
varð Guðmundsson.1) Árið 1522 er hann í alþingisdómum
og er því þá þegar orðinn lögréttumaður.2)
1523 er hann einnig í alþingisdómi, og 16. október s. á. er
liann dómsmaður í Skálholti. 30. juní 1524 er hann dóms-
maður á prestastefnu á Þingvelli, og 12. júní 1525 er hann
dómsmaður í dómi Jóns sýslumanns Þórðarsonar, sem kveð-
inn var upp ó Leirá í Leirársveit.3)
í dómi þessum, sem til er í frumriti, er Brandur talinn sið-
astur dómsmanna, þótt lögréttumaður sé og ætti að teljast
framar í röðinni að réttu lagi. Ætla má, að orsök til þessa sé
sú, að Brandur hafi sjálfur skrifað dóminn, enda mun Leirá
hafa verið heimili hans um þessar mundir. Svo virðist sem
ritarar eða samningsmenn skjala hafi um þetta leyti talið sig
sjólfa síðasta í dómsmanna eða votta tölu, svo sem af hæ-
versku, og má færa ýmsar fleiri líkur fyrir þessu. Ef hér er
rélt til getið, mætti e. t. v. finna rithönd Brands á skjali þessu.
Árið 1530 er hann í alþingisdómi og enn 1533.4)
I máli, sem dómur gekk í á Heggstöðum í Andakíl 19. nóv-
ember 1540, um jörðina Ytrahólm á Akranesi, gjöf Einars
Eiríkssonar Halldórssonar lil móður sinnar, Kristínar Þorleifs-
dóttur, kemur það fram, að Brandur Guðmundsson hafi á
Indriðastöðum í Skorradal, vorið 1540, vænzt þess fyrir lög-
manninum, Erlendi Þorvarðssyni, að Einar leiddi vitni um
það, að móðir hans hefði lofað honum peningum fyrir jörð-
ina Ytrahólm/’) Brandur hefur verið stuðningsmaður Einars
í þessu máli, með því að á Kolbeinsstöðum 4. desember s. á.
virskurðar Erlendur lögmaður Þorvarðsson Heggstaðadóminn
myndugan og skjallegan „en fyrir þann skuld þau vitni hafa
ekki leidd verið, sem Brandur lofaði á Alþingi í sumar, þá
lízt mér sá dómur ónýtur og ekki afl hafa, sem dæmdur var
á Indriðastöðum í vor.“.°)
!) D.I. VIII, 698.
2) D.I. IX, 100—101.
3) S.st., 148, 177, 224 og 265.
*) S. st., 536, 669 og 671.
5) D.I. X, 571.
°) S. st., 573. Þeir voru samkvæmt J)ví, sem i Ijós er leitt i Jiessari rit-
gerð, systrasynir Brandur og Erlendur lógmaður.