Skírnir - 01.01.1964, Page 110
RICHARD BECK:
NÍUTÍU ÁRA AFMÆLI VESTURÍSLENZKRAR
ÞJÓÐRÆKNISSTARFSEMI.
(Erindi flutt í Háskóla Islands sumarið 1964).
I ævi hverrar þjóðar eru einhver þau ár, sem letruð eru
óafmáanlegum örlagarúnum á söguspjöld hennar. Árið 1874,
þjóðhátíðarárið atburðaríka, var slíkt ár í ævi þjóðar vorrar.
Það markaði „þúsund ára sólhvörf“ í sögu hennar, eins og
eitt þjóðskáldið, Steingrímur Thorsteinsson, orðaði það fag-
urlega í fyrirsögninni að einu ættjarðarkvæða sinna. En í
kvæðum hans og annarra skálda vorra frá því ári má glöggt
sjá það og finna, hver hrifningaralda fór þá um íslenzka
þjóðarsál, vakti hana, lyfti henni til flugs, og glæddi henni
nýjar framtíðarvonir. Hinar sögulegu minningar kyntu und-
ir, en þar við bættist fögnuðurinn yfir stjórnarskránni, er
var mikilvæg sigurvinning í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og
flutti með sér roðann af hækkandi degi á himni hennar.
Þúsund ára afmæli Islands byggðar dró einnig erlendis,
á áhrifamikinn hátt, athyglina að merkilegri sögu hinnar ís-
lenzku þjóðar og afrekum hennar, sérstaklega á sviði þing-
ræðis og frjáls stjómarskipulags, og í heimi bókmenntanna.
Heimsótti land vort, eins og kunnugt er, fjöldi ágætra er-
lendra gesta á þjóðhátíðinni, og vottuðu þjóð vorri virðingu
sína. Meðal annars hyllti ameríski rithöfundurinn Bayard
Taylor hana í hreimmiklu og drengilegu kvæði, Ameríka til
íslands, og er þetta upphafserindið í snjallri þýðingu séra
Matthíasar Jochumssonar:
Hér koma börn þíns bjarta Vínlands,
sem byggjum yngsta heimsins grund,
þú ættland kappa, söngs og sögu,
að signa þig á frægðarstund!