Skírnir - 01.01.1964, Page 115
Skírnir Níutíu ára afmæli vesturisl. þjóðræknisstarfsemi 113
ið áfram fram á þennan dag í borgum og byggðum, þar sem
fslendingar eru búsettir að nokkrum mun. En sú merkilega
og mikilvæga hlið á félagslífi og andlegu lífi fslendinga í
Vesturheimi liggur utan þeirra takmarka, sem þessari grein
hafa verið sett, og verð ég að láta mér nægja að vísa til hinna
sérstöku rita og mörgu ritgerða, er samin hafa verið um ís-
lenzku kirkjufélögin þeim megin hafsins og starfsemi þeirra.
En jafnframt því, að fyrsta íslenzka guðsþjónustan í Vest-
urheimi var haldin á þjóðhátíðinni í Milwaukee, var þjóð-
hátíðin sjálf fyrsta þjóðminningarhátíð íslendinga í Vestur-
heimi, með öðrum orðum, fyrsti íslendingadagur þeirra. í
hátíðarprédikun sinni á þeim sögulega degi lagði séra Jón
Bjarnason út af upphafsversunum í 90. sálmi: „Drottinn, þú
hefir verið oss athvarf frá kyni til kyns.“ En út af þeim
sömu dásamlegu orðum orti séra Matthías Jochumsson hinn
ódauðlega lofsöng sinn: „Ö, Guð vors lands.“ Var prédikun
séra Jóns afburðasnjöll og áhrifamikil, þrungin trúarhita og
eldheitri, en þó viðsýnni ættjarðarást Hittir dr. Rögnvaldur
Pétursson ágætlega í mark, er hann fer eftirfarandi orðum
um prédikun séra Jóns í prýðilegri ritgerð sinni Upphaf Vest-
urferða og ÞjöSminningarhátíðin í Milwaukee 1874 (Tímarit
Þjöðrœknisfélagsins 1933):
Er þar hvert orð sem talað út frá hjarta hvers einasta
íslendings, fyrr og síðar, er erlendis hefir dvalið og unn-
að hefir þjóð sinni af öllum huga og öllum kröftum —
unnað fortíð hennar, sæmd og sögu og eigi annað meira
þráð en að mega líta það að vegur hennar dags daglega
færi sívaxandi að andlegum og efnalegum gæðum. Svo
vel er komist og kröftuglega að orði að einsdæmum sæt-
ir og mun hvergi vera til kröftugri þjóðræknishvöt en
sumir kaflar ræðunnar eru.
Þannig farast dr. Rögnvaldi orð, og gat hann djarft úr flokki
talað, jafnsannur og mikill ættjarðarvinur og þjóðræknis-
maður og hann var. Verða ummæli hans ekki sízt heimfærð
upp á niðurlag þessarar andríku og mælsku ræðu séra Jóns,
en þar féllu honum af vörum þessi áminningar- og eggjun-
arorð:
8