Skírnir - 01.01.1964, Page 124
122
Richard Beck
Skírnir
Standa skal í starfsemd andans
stofninn einn, með greinum tveim:
Brúnni siær á Atlantsál
okkar feðramál —
íslands fagra sterka mál.
En það er fleira heldur en hin glæsta og sterka taug tung-
unnar, hinn gullni lykill að bókmenntafjársjóðum vorum,
sem tengir oss íslendinga saman yfir hinn breiða útsæ. Öll
eigum vér, sem íslenzkt blóð rennur í æðum, þegnrétt í hinu
íslenzka ríki andans. Óhögguð standa orð séra Matthíasar
Jochumssonar:
Saga þín er saga vor,
sómi þinn vor æra;
tár þín líka tárin vor,
tignarlandið kæra.
Hin þríþætta stefnuskrá Þjóðræknisfélagsins hefir verið og
er enn áttaviti vor íslendinga vestan hafs í þeim efnum. I
þeim anda, undir því merki, höfum vér háð og heyjum vora
þjóðræknisbaráttu, en eins og kunnugt er, hélt Þjóðræknis-
félagið hátíðlegt 45 ára afmæli sitt á þjóðræknisþinginu í
Winnipeg i febrúar í vetur. Með þau tímamót í huga, er eðli-
legt, að spurt sé: Hvað hefir áunnizt? Hverjir eru ávextirnar
af 45 ára viðleitni félagsins og félagsfólks þess? Sé sjónum
rennt yfir sögu Þjóðræknisfélagsins frá upphafi vega og fram
á þennan dag, kemur það fljótt í ljós, að félagið hefir með
margvíslegum hætti fyrir löngu meir en réttlætt tilveru sína.
Munu því flestir verða á einu máli um það, að happaspor
hafi stigið verið með stofnun þess, þó að eigi fylgdu því
tómar heillaspár úr hlaði, og er það gömul saga. Hitt er vit-
aniega jafnsatt, að eigi hafa rætzt að fullu fegurstu og djörf-
ustu draumar þeirra, sem mest hafa vænzt af félaginu og
hugstæðust hefir verið frjósöm varðveizla íslenzkra menn-
ingarerfða í Vesturheimi. Enda verður svo löngum, að djúp
skilur drauma og framkvæmdir vorar mannanna barna. Eða
eins og dr. Sigurður Nordal orðar það snilldarlega i kjarn-
mikilli ferskeytlu sinni: