Skírnir - 01.01.1964, Page 126
124
Richard Beck
Skírnir
tugum saman að Laugardagsskóla í íslenzku í Winnipeg. Það
hafði einnig áratugum saman á dagskrá sinni og studdi fjár-
hagslega stofnun kennarastóls í íslenzku yið Manitohaháskóla.
Það hefir komið upp í Winnipeg íslenzku bókasafni og styrkt
það fjárhagslega, en safnið að öðru leyti starfrækt af deild-
inni Fróni fyrir hönd félagsins.
Minnugt spakra orða Davíðs skálds Stefánssonar: „Minn-
ing þeirra, er afrek unnu, yljar þeim, er verkin skilja“, hefir
félagið stuðlað að því, að minningu íslenzkra landnema og
ýmissa merkisskálda vorra væri á loft haldið með byggingu
minnismerkja þeim til heiðurs. Jafnframt hefir félagið átt
hlut að og tekið þátt í ýmsum meiri háttar þjóðhátíðum Is-
lendinga vestan hafs. En jafnframt því sem félagið hefir hald-
ið vakandi minningu íslenzkra landnema og bókmennta-
frömuða vorra, hefir það styrkt vestur-íslenzkt listafólk á
náms- og framsóknarbraut þess og sýnt með þeim hætti, að
það lætur sig skipta samtíð og framtíð eigi síður en fortíðina.
Ein allra merkasta hliðin á starfsemi Þjóðræknisfélagsins
er útgáfustarfsemi þess. Um sex ára skeið (1934—1940) gaf
það út bamablaðið Baldursbrá undir prýðilegri ritstjórn dr.
Sigurðar Júlíusar Jóhannessonar. Einnig átti félagið hlut að
þýðingu og útgáfu merkisritsins ÞjöðarréttarslaSa Islands eft-
ir sænska þjóðarréttarfræðinginn og Islandsvininn dr. phil.
Ragnar Lundborg. Enn fremur lagði félagið fram ríflegan
fjárstyrk til útgáfu hinnar ensku Islandssögu (History of
Iceland) eftir norsk-ameríska sagnfræðinginn dr. Knut Gjer-
set. Samkvæmt áskorun, er fram kom á ársþingi þess, beitti
félagið sér einnig fyrir því, að hafin var útgáfa Sögu tslend-
inga í Vesturheimi, og studdi það mál fjárhagslega, þó að
öðrum beri heiðurinn af því að hafa aðallega staðið straum
af því verki og ráðið útgáfu þess farsællega til lykta.
Langmerkasta útgáfumál félagsins er samt útgáfa Tíma-
rits þess í óslitin 45 ár, fyrst undir ritstjórn dr. Rögnvalds
Péturssonar, til dauðadags hans (1940). Tók Gísli Jónsson
skáld þá við ritstjórninni, og skipaði þann sess einn saman
fram til ársins 1958, en síðan hafa þeir hann og Haraldur
Bessason prófessor verið ritstjórar sameiginlega. Hver sá, sem