Skírnir - 01.01.1964, Page 142
140
Ölafur Halldórsson
Skírnir
ur sá sem skipið var dregið í, því að vitanlega hugsar höf-
undur sér ekki að skipið hafi verið dregið norður í Naumu-
dal. Þegar þetta er athugað, er augljóst að Cod. Ac. hefur
haft réttari texta en Flateyjarbók í þessum stað, og að Naumsi
hlýtur að vera nafn á firði, en ekki er að efa að Árni og
Ásgeir hafa lesið nafnið rétt; lesháttur 39 er hins vegar skýr-
ingartilraun þýðandans eða afritara. Fjörður sá sem eitt sinn
hefur heitið Naumsi, hefur annað hvort verið Namsenfjorden
allur, eða syðri armur hans, sem nú heitir Lyngsfjorden.
Norski fornfræðingurinn Oluf Rygh gizkaði á að Namsen
hefði eitt sinn heitið Naumsær (eða Naumusær),13) en í
hinu mikla riti sínu ‘Norske Gaardnavne’ nefnir hann þó
nokkur fjarðanöfn sem hann telur að upphaflega hafi haft
viðskeytið si (veik karlkyns orð); Þessi nöfn eru: Birgsi (NG
XIV, 301), Jalsi (NG II, 228; X, 339; XII, 258), Kasi (NG
XVII, 24), Laufsi (NG XI, 500), Rissi (NG X, 435). Um
tvö þessara nafna, Birgsi og Jalsi, ræðir hann einnig í ‘Norske
Fjordnavne’ og telur að annað þeirra að minnsta kosti hafi
verið nafn á vík.14)
Engin þeirra nafna sem Oluf Rygh hyggur að hafi haft
viðskeytið si, eru til í heimildum í þeirri mynd; ég fæ því
ekki betur séð en að Naumsi sé mikill hvalreki á fjörur
norskra örnefnafræðinga, en ekki er að efa að Cod. Ac. hefur
geymt frumtexta sögunnar óbrjálaðan í þessum stað. Texta
sögunnar: ‘þar gengr Naumsi at norðan’, er eðlilegast að skilja
þannig, að átt sé við Lyngsfjorden, og kemur það heim við
þá hugmynd Ryghs, að nöfn með si-viðskeyti hafi verið not-
uð um víkur eða litla firði.
Eftir Orkn. 1018 suma1 bætir 332 við enn; texti 39 er hér:
‘de sloge Kongens Jarler ihiel, somme dreffue de fra deris
Eyendom . . .’, og bendir heldur til að texti Áma sé réttari
en sá í 332.
I staðinn fyrir Orkn. 117 oc þegar er hefur Árni: oc er; í
13) Sjá Det kongelige norske Videnskábers Selskabs Skrifter 1891
(Throndhjem 1893), bls. 212—213, og Norske Fjordnavne í Sproglig-
Historiske Studier tilegnede Professor C. R. Unger (Kristiania 1896),
bls. 68.
14) Síðast nefnt rit, bls. 39 og 45.