Skírnir - 01.01.1964, Page 143
Skírnir
Nokkrar spássiugreinar í pappírshandritum
141
39 stendur: ‘oc den tid Folckene fick det at vide ..og styð-
ur texta Áma.
f stað Orkn. 12° sénn (skr. s<?n 332) hefur Árni synn;
lesháttur 332 hefur stuðning úr öðrum handritum (Flat-
eyjarbók og Ups. Univ. Bibl. Isl. R: 702), en óskiljanlegt er
að Ámi hefði leiðrétt þetta orð, ef staðið hefði senn (eða sen)
í Cod. Ac., eins og í 56. öllu líklegra er að Ásgeir hafi tekið
þarna upp leshátt Flateyjarbókar, einkum þó ef illt hefur
verið að lesa Cod. Ac. í þessum stað. Orð þetta er í vísu sem
eignuð er Torf-Einari, og eru tvö fyrstu vísuorðin prentuð
þannig í útgáfu Sigurðar Nordals: ‘Margr verðr sénn at sauð-
um / seggr með breiðu skeggi’, en í Heimskringlu eru þess-
ar línur þannig: ‘Margr verðr sekr of sauði / seggr með fggru
skeggi’. Varla hefur verið mikill munur á merkingu orðanna
sénn og sýnn, en fremur hefur þó verið hægt að hafa sýnn
í niðrandi merkingu, svo sem í Atlamálum, v. 7 og 74: ‘sýn
var svipvísi’. En ef leshætti Árna væri fylgt, yrði sýnn einna
helzt að vera s. s. uppvís; fyrsta vísuorðið, ‘Margr verðr sýnn
at sauðum’, mundi þá merkja: margur verður uppvís að sauða-
drápi, og verður að teljast líklegra að leshættir Flateyjar-
bókar og Heimskringlu hafi þróazt af þessum, en að annað
hvort þessara rita geymi hinn upprunalega texta, ef hann
er annars nokkurs staðar að finna.
í stað Orkn. 1323 standa hefur 332 stunda, en Árni stundu.
Þetta orð er í vísu sem eignuð er Torf-Einari og prentuð
þannig í útgáfu Sigurðar Nordals af Orkn.:
‘Eru til míns fjQrs margir
menn um sannar deilðir
ór ýmissum áttum
ósmábornir gjarnir.
En þó vitu þeygi
þeir, áður mik hafi feldan,
hverr ilþoma arnar
undir hlýtr at standa’.
Siðasta vísuorðið er hjá Árna: ‘undir lytr at stundu’, og
merkir siðasti vísufjórðungur, ef lesháttur Árna er valinn: