Skírnir - 01.01.1964, Page 158
ALEXANDER JÓHANNESSON:
UM RANNSÓKNIR MÍNAR í MÁLFRÆÐI.
Þegar ég lauk stúdentsprófi 1907, tæpra 19 ára, hafði ég
hugsað mér að fara til Kaupmannahafnarháskóla og leggja
stund á þýzku, ensku og frönsku til þess að geta orðið kenn-
ari við menntaskólann í Reykjavík. Móðir mín hafði sam-
þykkt, að ég mætti leggja stund á hverja þá námsgrein, er
hugur minn stæði til, en ekki var útlitið gott. Ég hafði feng-
ið snert af tæringu í stúdentsprófi og bannaði skólalæknir
(G. Björnson landlæknir) mér að fara utan fyrr en eftir eitt
ár. Nú voru góð ráð dýr, og varð það úr, að ég skyldi fara
til Vestmannaeyja og hvílast þar um skeið. Var ég velkom-
inn hjá móðursystur minni, frú Sigríði Bjamasen, konu Ant-
ons Bjarnasens kaupmanns. Lá ég úti í tjaldi, fékk ágætan
viðurgerning, m.a. mjólk eins og ég gat í mig látið, og fitnaði
ég um 16 pund á 6—8 vikum og var allbrattur, er ég fór
um borð í „Hóla“, sem ætluðu til Kaupmannahafnar. Veður
var slæmt alla leið. Síra Friðrik Friðriksson var samskipa
og lét sér mjög annt um mig. Er ég kom til Kaupmanna-
liafnar, var fyrsta verk mitt að fara til Garðlæknis, er lagði
mig inn á berklahæli (Eyrarsundsspítala) til rannsóknar.
Ég útskrifaðist þaðan eftir rúman hálfan mánuð með vitnis-
burðinum „det er hverken Fugl eller Fisk“, en ég varð að
gæta nokkurrar varúðar um langt skeið ævinnar.
En nú hóf ég nám mitt og sótti fyrirlestra hjá ýmsum
kennurum, fyrst og fremst próf. Hermann Möller og Chr.
Sarauw í þýzku og Kristoffer Nyrop í frönsku og prófessor
Otto Jespersen í ensku.
Er tvö ár voru liðin af námstímanum, sótti ég um að mega
skipta um námsgreinar og hugðist nú taka meistarapróf í
þýzkum fræðum. Eftir sex ár lauk ég meistaraprófi í þýzk-