Skírnir - 01.01.1964, Page 170
168
Alexander Jóhannesson
Skírnir
um eru aðeins til örfá dæmi, t. d. í 3 germönskum málum
eða svo, en í öðrum eru afleidd orð í tugatali og svo er einnig
í öðrum málaflokkum. Frumindóg. rætur eru búnar til með
samanburði, helzt a. m. k. þriggja mála, sem sýna sömu eða
mjög svipaða frummerking og frumrótin. 1 rannsóknum mín-
um hefi ég gert samanburð, er sýnir sömu frumrót í allt að
6 óskyldum tungumálum, sbr. undirfyrirsögnina Evidence
from six “unrelated” languages, Origin of language, og aðeins
þær rætur eru teknar, sem sýna sömu mynd og sömu merk-
ing í öllum eða flestum þessum málum, sem sanna greini-
lega sameiginlegan uppruna. Þannig þykist ég hafa sannað
með fjölmörgum dæmum úr tungumálum úr suðri, norðri,
austri og vestri sameiginlegan uppruna flestra tungumála
heims.
Persónulega álít ég, að mælt mál sé ekki eldra en 20—30
þúsund ára og kann að vera, að þessi tala sé of há. Súmer-
iska, sem er elzta tungumálið, sem kunugt er, var talað ca.
3600 ár f. Kr., en sumir málfræðingar hafa áætlað aldur
frumtungunnar ca. 100000 ár, sem ég lít á sem fjarstæðu.
Mannkynið tók sér ekki fasta bólfestu fyrr en fyrir 8000 ár-
um, er kornrækt hófst. Fyrir þenna tíma lifðu menn á veið-
um aðallega og sofnuðu á kvöldin þar, sem þá bar að, líkt
og apar á vorum dögum. En þegar heimilislíf hófst, er lík-
legt, að mannlegt mál hafi tekið fljótt miklum framförum.