Skírnir - 01.01.1964, Page 173
Skírnir Breytingar á nafnavali og nafnatíðni á Islandi 171
Þegar þekkt er heildartala nafngjafanna, niá finna heildar-
tölu nafnberanna, ef vitað er, hve margir þeirra hétu tveim
nöfnum, hve margir þrem o. s. frv. Með því að draga frá
heildartölu nafngjafanna einn fyrir hvern tvínefning, tvo
fyrir hvern þrínefning o. s. frv., fæst heildartala nafnber-
anna. 1 nafnaskýrslunni 1910 cru fullnægjandi upplýsingar
til þess, en í nafnaskýrslunni 1855 eru aðeins upplýsingar
um tölu þeirra, sem hétu fleiri en einu nafni, en ckki livort
nokkrir þeirra hctu fleiri en tveim nöfnum. Þar sem tclja
má liklegt, að þeir hafi verið mjög fáir, hefur verið rciknað
með, að allir fleirnefningar hafi aðeins lieitið tveim nöfnum.
Eftir þessum reglum hefur verið fundin heildartala nafn-
beranna.
Heildartala nafna, nafnbera og nafngjafa hafa samkvæmt
þessu verið í öllum nafnaskýrslunum svo sem hér segir:
Nöfn 1703 18 55 1910 1921-50
Karlar 389 530 1071 1234
Konur 340 529 1279 1 463
Samtals 729 1059 2350 2697
Viðurnöfn — — 287 933
Alls 729 1059 2637 3 630
Nafnbcrar
Karlar 22805 29 799 40328 42455
Konur 27 528 31998 43507 40397
Samtals 50333 61 797 83 835 82852
Nafngjafir
Karlar 22806 30 711 48 414 62256
Konur 27 529 33 673 54620 60 651
Samtals 50335 64384 103 034 122907
Nafngjafir viðurnafna ... — — 740 3 746
Alls 50335 64384 103 774 126653
Á því tímabili, sem nafnaskýrslurnar ná yfir, hefur nafna-
talan næstum fimmfaldazt, cf viðurnöfnin eru talin incð.
Þau nöfn koma aðeins fyrir í tveim síðustu nafnaskýrslunum,
einkum þó hinni síðustu. Nærri fjórðungur slíkra nafna í
henni hefur verið borinn bæði af körlum og konum, og hin
bera það yfirleitt ekki með sér, að þau séu ætluð öðru kyn-