Skírnir - 01.01.1964, Page 182
180
Þorsteinn Þorsteinsson
Skírnir
1. yfirlit (frh.). Tala nafngjafa.
Beinar tölur Hlutfallstölur
1703 1855 1910 1921-50 1703 1855 1910 1921-50
Tökunöfn o. fl.: Tekin upp fyrir 1500 3343 5568 7653 6830 12.1 16.6 14.0 11,3
— — — 1703 223 1381 3 026 3260 0.8 4.1 5.6 5.4
— — — 1855 — 1452 6572 5 710 — 4.3 12.0 9.4
— — — 1910 — — 507 1697 — — 0.9 2.8
— — eftir 1910 — — — 219 — — — 0.3
Samtals 3566 8 407 17 775 17 731 12.9 25.0 32.5 29.2
Samtals A-f-B+C . . 27487 33 448 53522 59095 99.8 99.3 98.0 97.4
Afgangur 42 225 1098 1556 0.2 0.7 2.0 2.6
Alls 27529 33 673 54620 60651 100.0 100.0 100.0 100.0
mikið notuð, svo sem sjá má á 3. yfirlitstöflunni, þar sem
nöfnunum í nafnaskýrslunum hefur verið skipt í hópa eftir
því, hve margir menn báru þau. Kemur þá í ljós, að það er
mjög mikill hluti nafnanna í öllum nafnaskýrslunum, þar
sem hvert nafn er aðeins borið af einum manni. Svo var
um rúmlega 20% nafnanna 1703, 21% karlanafna og 22%
kvennanafna. Hlutfall þetta hækkaði svo 1855 og enn 1910,
og komst þá upp í 36% og 42%, en lækkaði svo aftur nokk-
uð 1921-—50, niður i 31% og 38%. 1910 voru jafnvel meir
en % allra nafna karla (69%) með færri en 10 nafnbera
og næstum % kvennanafnanna (74%). Það eru því nafn-
gjafatölurnar einar, sem gefa rétta mynd af nafnavali lands-
manna. Þess vegna verður hér aðallega gerð grein fyrir
1. yfirlitstöflunni, en aðeins vikið lítillega að 2. yfirlitstöfl-
unni.
1703 voru 66% af nafngjöfum karla norræn nöfn, en 87%
af nafngjöfum kvenna. Þessi mikli munur stafaði af hinni
geysimiklu hylli, er Jónsnafnið naut á þeim tímum. Ef allir
þeir, sem báru Jóns nafn, hefðu borið norræn nöfn, hefði
hlutfall þeirra verið svipað meðal karla sem kvenna. Hlut-
fall norrænu nafnanna meðal karla lækkaði 1855 niður í
59% og hélzt í líku horfi 1910, en meðal kvenna lækkaði
það tiltölulega miklu meir, 1855 niður í 73% og 1910 niður