Skírnir - 01.01.1964, Page 192
190
Þorsteinn Þorsteinsson
Skírnir
ljósið nema í nafnaskýrslunum. Ég er því ekkert hræddur
um, að þau muni allt kaffæra. Ég býst ekki við, að þau veki
þá hrifningu hjá þeim, sem kunna að sjá þau í nafnaskýrsl-
unum eða rekast á þau af tilviljun annars staðar, að þau
eigi fyrir höndum að margfaldast og útrýma öðrum góðum og
gegnum íslenzkum nöfnum. Ég tel það því enga ógæfu, þó
að þau hafi verið látin fljóta með, í stað þess að falla fyrir
öxi löggjafarvaldsins.
Ég er bjartsýnn á nafnaval landsmanna í framtíðinni. Ég
hygg, að smekkur landsmanna í þeim efnum fari batnandi,
og að bæta mætti hann enn meir með aukinni fræðslu og
leiðbeiningum, fyrst og fremst af hálfu þeirra, sem um nafn-
gjafir eiga að fjalla í embættisnafni. Býst ég við, að bæði
prestar og heimspekideild háskólans muni geta miklu áorkað
til góðs nafnavals, án þess að þurfa að beita lagabanni.
HEIMILDARRIT.
1. Ölafur Lárusson: Nöfn Islendinga árið 1703. Safn til sögu Islands og
islenzkra bókmennta. Annar flokkur 2. Rvík 1960.
2. Um mannaheiti á Islandi árið 1855 eftir Sigurð Hansen. Skýrslur
um landshagi á Islandi. Gefnar út af Hinu íslenzka bókmenntafélagi.
I.b. Khöfn 1858.
3. Islenzk mannanöfn samkvæmt manntalinu l.des. 1910. Hagskýrslur
Islands 5. Rvík 1915.
4. Þorsteinn Þorsteinsson: Islenzk mannanöfn. Nafngjafir Jiriggja ára-
tuga, 1921—50, Rvík 1961.
5. Um íslenzk mannanöfn eftir Jón prest Jónsson. Safn til sögu Islands.
III. b. Khöfn 1902.
6. Assar Janzén: De fornvestnordiska personnamnen. I Personnamn ut-
given av Assar Janzén. Nordisk Kultur VII. Stockholm 1947.
7. E. H. Lind: Norsk-islandska dopnamn ock fingerade namn frán medel-
liden. Uppsala 1905—15. Supplement. Oslo 1931.
8. Hermann Pálsson: Islenzk mannanöfn. Rvík 1960.
9. Halldór Halldórsson: Hugleiðingar um íslenzk mannanöfn. Skirnir
1960.
10. Björn Sigfússon: Tökunöfn á fyrstu kristniöldum, suðræn og aust-
norræn. I Afmæliskveðju til Alexanders Jóhannessonar háskólarekt-
ors. Rvik 1953.