Skírnir - 01.01.1964, Page 236
HERMANN PÁLSSON:
DALUR MÆTIR HÓLI.
1 riti sínu um islenzk orðtök getur Halldór Halldórsson
þess, að orðasambandið „dalur mætir hóli“ komi tvivegis
fyrir í fornritum: Ólafs sögu helga hinni miklu og Laxdæla
sögu. Nú er Ólafs saga mér ekki tiltæk í svipinn, en þykir
mér þó rétt að koma á framfæri athugasemd einni um upp-
runa orðtaksins, að einungis verði stuðzt við Laxdælu.
Halldór rekur eldri skýringar á merkingu orðtaksins og
hafnar þeim. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að það merki
„hart mætir hörðu, til úrslita dregur.“ Ályktunarorð hans
eru á þessa lund: „Dalur mætir hóli merkir þannig í raun-
inni „lægð liggur upp að, við hliðina á dæld“, þ. e. „lægðin
(tákn róseminnar, friðarins) fyrirhittir hæðina (tákn rost-
ans, ófriðarins)“. Orðtakið merkir þannig í rauninni „friður
fyrirhittir ófrið, til úrslita dregur.““ ‘)
Um skýringu Halldórs er eitt sérstaklega eftirtektarvert,
að hann gerir ráð fyrir táknrænni merkingu orðanna „dalur“
og „hóll“, og er hér komið hýsna nærri kristilegu táknmáli.
Mér hafði í rauninni komið svipað til hugar í sambandi við
rannsóknir mínar á siðfræði íslendinga sagna, og nú læt ég
verða af því að gera nokkra grein fyrir skilningi mínum á
þessu orðtaki.
Svo hagar til í Laxdæla sögu, að til fjandskapar hefur dreg-
ið með Hrúti og Þorleiki bróðursyni hans. Hrútur fer á fund
Ólafs frænda síns (og bróður Þorleiks) og biður hann að fá
sér menn til að fara að Þorleiki. Ólafur neitar, en býðst til
að leita um sættir. Þá segir Hrútur: „Ekki er slíks at leita;
aldri mun um heilt með okkr gróa, ok þat mynda ek vilja,
at eigi byggim vit báðir lengi í Laxárdal heðan í frá.“ Óláfr
svarar: „Eigi mun þér þat verða hlýðisamt, at ganga fram-