Skírnir - 01.01.1964, Page 241
EINAR ÓL. SVEINSSON:
SAMTÍNINGIJK.
Framhald af greinum í Skírni 1958 og 1960.
11.
I handritasafni Árna Magnússonar er skinnbók, sem hlotið hefur núm-
erið 471,4to. I henni eru sögur þeirra ættmanna Ketils hængs, Gríms
loðinkinna og Örvar-Odds, en auk þess þrjár Islendingasögur, sem fylla
flokk hinna yngstu þeirra, og loks Viktors saga og Blávus. Viða vantar í
handritið, og eru fæstar þessara sagna heilar.
Svo kynlega ber við, að neðanmáls á einni blaðsiðu Viktors sögu (bl.
212) standa þessi orð:
Orvar Oddur med eigenn hende
Þeir sem vilja vita, hvernig þetta lítur út í frumriti, geta skoðað það
á myndablaði þvi, sem fylgir þessum Samtíningi (mynd A). Þó að letr-
ið hafi tekið að mást, er ekki vafi á, að hér stendur skrífað: Örvar-Oddr
með eigin hendi. Á þetta benti mér Jónas Kristjánsson cand. mag., og hef-
ur hann nú vikið að þvi i útgáfu sinni af Viktors sögu og Blávus (Riddara-
sögur II, Reykjavik 1964).
Þó að enn fákunnlegra hefði verið að hafa hér ‘eiginhandarundirskrift’
óvinar hans Ögmundar Eyþjófsbana, Gríms ægis eða Andra jarls, þá er
ekki litill mannfagnaður að sjá hér nafn þessa viðfræga sögukappa með
þeim ummerkjum, sem það hefur á þessum stað.
12.
1 fjórða þætti Karlamagnús sögu segir frá hernaði Karlamagnúsar og
kappa hans á Spáni á undan Runzivalsbardaga. Er þar farið eftir tveim-
um heimildum: frönsku kvæði (Chanson d’Aspremont) og riti því, sem
nefnt er Turpinskronika. Meðal annarra kynlegra frásagna i kronikunni
er greint frá trúarumræðum Rollants kappa og risans Ferakuts. Nú er
flest af þvi, sem annars segir af Mahómetstrú í Karlamagnús sögu, fjar-
stæðan einber, t. d. er margt sagt af skurðgoðum Serkja, en alkunna er,
að þeir höfðu megnustu óbeit á skurðgoðum, og mátti hvergi í bænahús-
um þeirra sjá neinar myndir. Sá sem ritaði Turpinskroniku, hefur vitað
stórum meira um trú Mahómetsmanna en titt er um skáldin, og skal nú
nefna eitt dæmi þess.
1 upphafi trúmálaumræðu þeirra Rollants og Ferakuts greina þeir frá
undirstöðuatriðum trúarhragða sinna. Frá sinni trú segir þá Ferakut: „Vér