Skírnir - 01.01.1964, Qupperneq 267
Skirnir
Ritfregnir
263
langt e, þar sem ritað er é, á sama hátt og á táknar langt fornt a o. s. frv.
Undantekningarreglan i reglugerðinni frá 1929 um það, að rita skuli
verjendur, flt. af verjandi, bendir ótvirætt i þá átt. Trúlegast er, að hitt
atriðið hafi hreinlega gleymzt.
Annað atriði er ritháttur tökuorða. Það er heilbrigð meginregla að fella
tökuorð að íslenzku stafsetningarkerfi, rita t. d. nœlon, bensin o. s. frv. En
í stafsetningu má ekki vanmeta hefðina. Það er margra alda hefð að rita
Biblía (eða biblía) í íslenzku, og það er varhugavert að rjúfa slíka hefð.
(Ég get skotið því inn, að ég sé ekki ástæðu til að rita ]petta bókarheiti
með litlum staf fremur en önnur, þótt orðið sé í fyrstu samnafn, en svo
er því farið um mörg bókarheiti, t. d. Ijóðmœli, kvœSi o.s.írv.). Ef tek-
inn er upp rithátturinn biflía, hvers vegna skyldi þá ekki einnig rita
bafla, en í OM er ritað babla. Rithátturinn rövla er ekki venjulegur, en
fyrir honum eru raunar meiri rök en rithættinum biflía, því að engum
dytti í hug að stafasambandið bl í Biblía táknaði annan framburð en [þ)l],
en rithátturinn rófla er að því leyti villandi, að fl táknar að minnsta kosti
mjög sjaldan framburðinn [vl].
Tvenns konar ritháttur er tilgreindur á orðunum beiskur og breyskur.
Ef rakið er til indógermansks tima, má sjá, að tannhljóð hefir farið á
undan s í þessum orðum, og má á þeim grundvelli réttlæta að rita þau
með z-u. En ef svo er gert, yrði að rita mörg önnur orð til samræmis
með z-u, eins og ég hefi bent á Stafsetningarorðabók minni (Akureyri
19+7), bls. 254. Hyggilegast er þvi að rita þessi orð með s-i.
1 formála (bls. VIII) er fram tekið, að orð, sem merkt eru með ?, beri
að forðast. Af þessu leiðir, að ætlunin hefir verið að semja bókina að
sumu leyti með málvöndunarsjónarmið í huga. En ákaflega er farið spar-
lega með spurningarmerkin. Eru t. d. orðið léSurjakkagœi og sögnin klikka
allt í einu orðin vandað mál? Eða orðasambönd eins og í hvelli(num),
í einum (grœnum, hvínandi) hvelli? Mikil óstæða hefði verið til að gera
greinarmun á talmáli og ritmáli. En viðurkennt skal, að atriði af þessu
tæi eru vandasöm og viðkvæm. Versti bletturinn á bókinni að þessu leyti
er, að notuð eru slanguryrði við þýðingu á orðum, sem engan slangur-
blæ hafa á sér. Þannig er t. d. orðið kjaftafag notað sem þýðing á les-
grein, eins og áður var minnzt á. Orðið kjaftafög hefir ekkert spurningar
merki, heldur hið virðulega merki' fyrir uppeldisfræði og skólamál og að-
eins þýtt „lesgreinar". Hér er gerð skipulögð tilraun til að rugla hug-
mvndir manna um stíllegt gildi orða.
Ég liefi gerzt alllangorður um þessa nýju Orðabók Menningarsjóðs.
Ég varð fyrir vonbrigðum með hana. Þó er rétt að taka fram, að bók
af þessu tæi, sem er alger frumsmíð, hlýtur í fyrstu útgáfu að vera göll-
uð. Gagnrýni mín er samin í þvi skyni að ýta undir, að hafizt verði sem
fyrst handa að undirbúa 2. útgáfu. Væntanlega verður þá reynt að sneiða