Skírnir - 01.01.1964, Síða 284
280 Ritfregnir Skírnir
Bergsteinn Jónsson: Mannkynssaga 1648—1789. Mál og nrenning,
Reykjavík 1963.
Þó að kynlegt kunni að virðast, hefur sagnfræði aldrei átt upp á pall-
borðið hjá Islendingum, þrátt fyrir rótgróinn áhuga á frásögnum af at-
burðum fornum og nýjum. Varla sést orðið sú ritsmíð um söguefni, sem
ekki er löðrandi í ljóðrænu og rómantík. Og í aðalforðabúr sagnfræðinnar
hér á landi, Þjóðskjalasafn, koma naumast þeir, sem öðru sinna en þurr-
ustu ættartölufræði. En varla er við því að búast, að sagnfræðiiðkanir
standi með miklum blóma, meðan prófessorsstaða er engin til við Háskóla
Islands í almennri sögu, þótt saga Islendinga sé að vísu þar kennd. Það
er engu líkara en menn hafi talið og telji Islandssögu svo merkilega og
óháða heimsviðburðum, að lítt þurfi að gefa gaum mannkynssögunni.
Bergsteinn Jónsson hefur hér litið suður til landa og skrifað mjög efn-
ismikla bók, nærfellt 450 bls. á lengd og letrið drjúgt að auk. 1 yfirlits-
riti sem þessu, þar sem höfundi er markaður ærið þröngur bás, er vand-
inn í því fólginn öðru fremur að velja og hafna. 1 því efni hefur Berg-
steini tekizt vel að þræða hil beggja. Frásögn hans er eins hlutlaus og
á verður kosið. Hann ritar af mælsku og orðfimi, stíllinn oft myndrænn,
en geldur þess sums staðar, að timi hefur verið naumur til fágunar, og
skortir þá hnitmiðun. Það gæti t. a. m. vafizt fyrir einhverjum að komast
til botns í eftirfarandi málsgrein (þótt augljóst sé að vísu, hvað vakað
hefur fyrir höfundi); „Saga einskis lands er hálfsögð, ef ekki er drepið á
grundvöllinn, sem hún hvílir á“ (bls. 159). Þá er orðasambandið „e-m
leika landmunir" notað á einum stað (bls. 149) í annarri merkingu en
tilfærð er í orðabók Sigfúsar. En þetta eru vitanlega smámunir einir í
svo mikilli bók, sem auk þess hefur verið samin í ígripum, þegar tóm
gafst frá öðrum önnum.
Aftast í bókinni er bæði tímatal og nafnaskrá til að auðvelda notkun
hennar. Hún er þannig úr garði gerð, að allir mega vel við una, jafnt
lesendur sem höfundur.
Gunnctr Sveinsson.
Guðbergur Bergsson: I.eikföng leiðans. Heimskringla. Reykjavík
1964.
Bygging þessarar bókar er með þeim hætti, að hún er sett saman úr
átta sjálfstæðum atriðum, sem gerast í þorpi í nágrenni Reykjavíkur.
Höfundur hefur valið sér fremur óhrjáleg söguefni. Þegar í fyrsta atrið-
inu ríkir óheflaður rustaháttur. Það er sem höfundur gæli við það, sem
vekur venjulegu fólki ógeð eða jafnvel viðbjóð. 1 þessu efni kann hann
sér tíðum ekki hóf og spillir þannig stundum góðu söguefni, svo sem í
„Kvöldi hinztu sólar“, sem er að mörgu leyti hnyttin ádeila á vissa teg-
und líkamsræktargarpa. Þó tekst höfundi að sitja á strák sínum, ef hon-
um sýnist svo. Það hefur hann gert í atriðinu „Leik þú á þinn gitar og
sláðu hljóm af streng", þar sem er að finna vel gerðar persónur.