Skírnir - 01.01.1964, Page 286
282
Ritfregnir
Skirnir
ekki að þurfa að fæla aðra frá því að lesa hana. Megingildi bókarinnar
er fólgið í margþættum fróðleik um veiðimennsku fslendinga á tuttug-
ustu öldinni.
Gunnar Sveinsson.
Jón Oskar: Páfinn situr enn í Róm. Ferðaþankar. Almenna bóka-
félagið. Bók mánaðarins. Febrúar 1964.
Hér áður fyrr þótti það nýlunda, ef menn brugðu sér til útlanda án
brýnna erinda. Nú hefur hins vegar orðið sú breyting á, að menn þyrp-
ast og þeytast um lönd og álfur og berast drjúgum á. Sumir skrifa ferða-
sögur, þó ekki vonum fleiri, sem einu má gilda.
Jón Óskar skrifar hér um ferðir sinar, aðallega um ftalíu og Ráð-
stjórnarríkin. Þessar ferðir virðast hafa verið farnar fyrir um það bil ára-
tug, svo að helzta nýjabrumið er þegar farið af. í fyrstu köflunum segir
frá dvöl í borginni eilífu, Rómaborg, og má efnið vart vera tilkomu-
minna: brösur höfundar við einstaka menn, mataræði hans og annað þess
háttar, sem litið erindi á við aðra en hann sjálfan. En smám saman fara
að koma í ljós þeir ferðaþankar, sem boðaðir eru í bókartitlinum. Þeir
snúast m. a. um velmegun og fátækt, ofurvald kirkjunnar yfir hug-
um manna, sögu foringjans Mussolinis og hættuna á þvi, að svipað end-
urtaki sig vegna þess, hve fólk er viljalaust og leiðitamt.
Frásögn Jóns Óskars um Ráðstjórnarríkin lýsir einkum vonbrigðum
hans og því, sem honum hefur þótt fara þar aflaga. Tiðræddast verður
honum um ástandið á sviði stjórnmála og lista og einkum bókmennta.
Svo virðist sem sumt þar eystra muni koma íslendingum kynlega fyrir
sjónir, enda stjórnarhættir þar með öðrum brag en hér. — Bókinni lýkur
svo á vel gerðum kafla um franskt fjallaþorp.
Hófsemi virðist vera höfundi í blóð borin. Hann sleppir þeim fimleik-
um í orðfæri og þeim belgingi, sem sumir halda víst, að beri vitni um
andríki. Ekki er annað sýnna en hann hafi skrifað bók sína af góðum
huga. Það er a. m. k. langoftast auðvelt að vera höfundi sammála í vel-
viljuðum þönkum hans um hið villuráfandi mannkyn.
Gunnar Sveinsson.